Lögverndað starfsheiti
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lögverndað starfsheiti er á Íslandi starfsheiti tiltekið í íslenskum lögum sem aðeins þeir sem hafa hlotið til þess menntun og fengið leyfi ráðherra mega nota.
- Bókasafns- og upplýsingafræðingur er lögverndað starfsheiti þeirra sem hafa lokið námi í bókasafns- og upplýsingafræði.
- Hjúkrunarfræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Læknir er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Sálfræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Tölvunarfræðingur er lögverndað starfsheiti og geta því einungis þeir sem hafa lokið námi og fengið leyfi ráðherra notað það sem titil. Kerfisfræðingur er hins vegar ekki lögverndað starfsheiti og getur því hver sem er notað það sem titil.
- Verkfræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
Íslenskir háskólar sjá yfirleitt um milligöngu við ráðherra fyrir hönd nemenda. Fyrr á tíð þurftu einstaklingar að mæta í ráðuneytin og fá undirskrift ráðherra sjálfir.