Landeyjar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landeyjar kallast svæðið frá ósum Hólsár að Markarfljótsósum og allt upp undir Djúpá og upp fyrir Þjóðveg 1, þó tilheyrar bæir á borð við Ármót og Bakkakot til Rangárvalla. Svæðið er flatlent og mikið landbúnaðarhérað enda veðurfar og spretta ákjósanlega. Landeyjar skiptast í Austur- og Vestur-Landeyjar um Affalið og austast í þeim austari er Bakkaflugvöllur. Hið forna höfuðból Bergþórshvoll er í Landeyjum og samkomusalirnir Gunnarshólmi og Njálsbúð. Svæðið tilheyrir allt Rangárþingi eystra.