Listi yfir stafsetningar– og málfræðivillur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Listi yfir algengar málfræðivillur (þ.e. málvillur og ritvillur) í íslensku, hér eru aðeins skráð orð og orðasambönd sem alltaf teljast röng en ekki bara röng í vissu samhengi.
Sniðið er eftirfarandi: málfræðivilla; leiðrétting; útskýring (ef einhver er)
- Afneytun; Afneitun.
- Algent; Algengt.
- Annað hvort ... eða; Annaðhvort ... eða.
- Annarsvegar; Annars vegar.
- Breydd; Breidd.
- Briti; Bryti.
- Ég vill; Ég vil.
- Fleyra; Fleira.
- Gagnhvart; Gagnvart.
- Gregoríanska tímatalið; Gregoríska tímatalið; hvort tveggja fyrirfinnst í íslensku máli, en gregoríska er málfræðilega rétt (sjá: [1]).
- Hinsvegar; Hins vegar.
- Hvorki ... eða; Hvorki ... né.
- Hæðsti; Hæsti.
- Inní; inn í eða inni í.
- Keira; Keyra.
- Kílómeter; Kílómetri
- Kjarnaorkusprengja; Kjarnorkusprengja.
- Meiga; Mega.
- Meter; Metri.
- Mig/mér hlakkar til; Ég hlakka til.
- Mér langar; Mig langar.
- Neytaði; Neitaði.
- Oft á tíðum; Oft og tíðum; sbr. orðasambandið „ótt og títt“.
- Samrænd próf; Samræmd próf.
- Svosem; Svo sem.
- Tréið; Tréð.
- Útfrá; Út frá.
- Útum; Út um eða úti um.
- Þáttakandi; Þátttakandi.
[breyta] Tengt efni
- Listi yfir stafsetningar– og málfræðivillur í íslenskum lögum