Loftþyngd
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loftþyngd er mælieining fyrir þrýsting táknuð með atm. Ein loftþyngd jafngildir þeim þrýstingi sem 760 mm lóðrétt kvikasilfurssúla veldur á undirlag sitt og hver millimetri kvikasilfurs, táknaður með mmHg, nefnist torr. Loftþyngd er ekki SI-mælieining, en ein loftþyngd jafngildir 101325 paskölum, þ.e. 1 atm = 1013,25 hPa.