Luís Figo
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Luís Filipe Madeira Caeiro Figo (fæddur 4. nóvember, 1972 í Lissabon, Portúgal) er portúgalskur knattspyrnumaður. Figo var valinn knattspyrnumaður Evrópu árið 2000 og leikmaður ársins af FIFA árið 2001. Hann er einn fárra leikmanna sem hefur spilað með tveimur stærstu fótboltaliðum Spánar, FC Barcelona og Real Madrid.