Mýrahreppur (A-Skaftafellssýslu)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mýrahreppur var hreppur í Austur-Skaftafellssýslu, vestan megin Hornafjarðar. Hann varð til, ásamt Nesjahreppi, 14. nóvember 1876 þegar Bjarnaneshreppi var skipt í tvennt.
Hinn 12. júlí 1994 sameinaðist Mýrahreppur Nesjahreppi á ný, ásamt Höfn í Hornafirði, undir nafninu Hornafjarðarbær.