Magnús Scheving
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Magnús Scheving (f. 10. nóvember 1964) er íslenskur þolfimimaður og margverðlaunaður aðalhöfundur og leikari í barnasjónvarpsþáttunum um Latabæ. Í þeim leikur hann hlutverk Sportakusar.
Magnús hóf að æfa þolfimi á níunda áratugnum og vann fyrsta Íslandsmótið í þolfimi árið 1995.
[breyta] Latibær
Magnús hefur löngum beitt sér fyrir eflingu heilbrigðis og lagt áherslu á að hollt mataræði. Magnús setti einnig á fót leikritið Latibær sem naut gífurlegra vinsælda á Íslandi. Hugmyndina um Latabæ þróaði Magnús áfram og fór því næst að framleiða Latabæ sem teiknimyndir. Í dag er Latibær (e. Lazytown) sýndur í fjölda landa víðs vegar um heiminn og hefur fengið mikið hrós fyrir jákvæða heilbrigðishvatningu.