Spjall:Megas
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Sjónbeinendur Megasar eru yfirleitt úr neðri stigum samfélagsins. Þeir eru rónar, dópistar og aðrir níðingar.
Ég verð að játa að ég veit ekkert hvað þetta þýðir, og hvað er þetta sífellda tal um góðborgara þarna í endann? -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 14:07, 24 Jul 2004 (UTC)
Sjónbeinendur ætti kannski að vera linkur, þá mun kannski upprunalegur höfundur textans útskýra það orð eitthvað betur. -- Sindri 11:32, 25 Jul 2004 (UTC)
Mjög gott hjá þér Ævar að taka þig til og bæta þessa grein. Það er þó leiðinlegt fyrir þig að þú skulir ekki hafa vitað hvað öll orðin þýða, en það er auðvitað ekki hægt að gera ráð fyrir að maður viti allt. Og talandi um það þá er góð regla að skrifa ekki í alfræðibækur um eitthvað sem maður veit ekkert um. MHÍ er til dæmis ekki það sama og LHÍ. Ekki frekar en að Sjónvarpið sé það sama og RÚV, eins og einhver vildi meina hérna á Wikipedia í vor, og reyndar mun síður.
Þú spyrð hvaða sífellda tal þetta er um góðborgara í endann. Ég sé ekki betur en að það orð komi tvisvar sinnum fyrir, og ég skal þess vegna skýra það fyrir þér. Góðborgari er fínn maður, og ef við greinum þjóðfélagið með marxískum hætti þá er góðborgarinn ofarlega í píramídanum. Góðborgarinn er hneykslunargjarn og kann ekki að meta það sem ekki hæfir góðu siðferði hvers tíma. Eins og nefnt er í textanum um Megas þá voru það góðborgararnir sem hneyksluðust á honum, t.d. þeir Búbónisbræður Árnasynir, þeir hneyksluðust á líferninu sem ekki þótti til fyrirmyndar, þeir hneyksluðust á tungutakinu og viðfangsefninu. Svo dró Megas sig í hlé um tíma, paunkbylgjan reið yfir og Megas þótti ekki eins ógnvænlegur og áður, margir tóku hann meira að segja í sátt. Hann gengur þá lengra og sagan endurtekur sig. Hann er svo aftur tekinn í sátt og góðborgararnir veita honum Jónasarverðlaunin um aldamótin. Þó við nokkra hneyskslan þeirra siðvöndustu. Góðborgari er gott orð og það lýsir nákvæmlega því fyrirbæri sem um er að ræða. Það er samt leiðinlegt ef orðið fer í taugarnar á þér.
Ég fór að góðu ráði Sindra og skrifaði lítinn stubb um sjónbeinendur, en sjónbeinandi er hugtak í bókmenntafræði.
Ég hef einnig lagað pistilinn betur til, hann var talsvert "skítugur" eftir þig, prentvillur og stafsetningarvillur sem höfðu slæðst inn í leiðréttingarnar hjá þér. Ég reyndi líka að færa til betri vegar stofnanastílinn tilgerðarlega sem leitast hafði verið við að koma greininni í. Það er hægt að skrifa hlutlausan stíl án þess að hann sé leiðinlegur.--Steinst 00:35, 27. júl 2004 (UTC)
- Þakka þér fyrst fyrir að hafa skrifað greinar um þessi orð er vafi lék á um, mjög áhugavert, það þætti þó heldur betra að skrifa almennar orðskýringar á wiktionary, sjálfum þætti mér gott að sjá þessa líka fínu lýsingu á orðinu góðborgara þar. Í sambandi við MHÍ þá vissi ég um muninn á honum og LHÍ, ég bjó aðeins til tilvísunina í LHÍ þar sem ég ætlaði að skrifa aðeins um sögu hans og svo þeirra skóla sem voru sameinaðir honum árið 1999, sem meðal annara var MHÍ auk þess að laga aðeins til LHÍ greinina, t.d. að taka út þessar all-ljótu tómu fyrirsagnir, ég varð hinsvegar fyrir því óláni þegar á því stóð að rafmagn sló út hjá mér þannig sú vinna tapaðist og hafði ég ekki komst í það að byrja að skrifa um það aftur, en sem betur fer þarf ég þess ekki nú þar sem þú hefur klárað það. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 02:45, 27. júl 2004 (UTC)
- Samkvæmt skýringu Steinst á orðinu [[sjónbeinandi]], þá er það sá sem beinir sjónum sínum að einhverju, sá sem horfir á (og lýsir). Notkun þessa orðs í Sjónbeinendur Megasar eru yfirleitt úr neðri stigum samfélagsins. Þeir eru rónar, dópistar og aðrir níðingar. er alls ekki í samræmi við skilgreininguna, heldur þvert á móti eru þetta þeir sem Megas beinir sjónum sínum að. Það er þá Megas sem er sjónbeinandinn, en hvað kallast þeir sem á er horft („rónar, dópistar og aðrir níðingar“)? --Moi 18:55, 27. júl 2004 (UTC)
- Í þriðju persónu frásögnum kann svo vitundarmiðjan að vera sjónbeinandinn meðan sá sem talar í þriðju persónu er sögumaður. Krókódílamaðurinn er þannig sjónbeinandi í samnefndu lagi Megasar. Hann var nauðgari.
- -- Sindri 19:15, 27. júl 2004 (UTC)
Það er algengur misskilningur að blanda höfundi fullmikið inn í umræðu um skáldskap. Megas er auðvitað ekki sjónbeinandinn enda er hann ekki hluti af bókmenntaverkunum sem um ræðir, hann býr þau til. Í Krókódílamanninum fylgjumst við með krókódílamanninum og umhverfi hans. Þrátt fyrir að sagt sé frá honum í þriðju persónu ("krókódílamaðurinn, í kjallaratröppunum, kemur auga á píu"), fáum við bara að vita um það sem hann hann hugsar og það sem hann hendir. Í stað þess að segja frá sömu atburðum út frá sjónarhorni píunnar, eða bjargvættarinnar Laufeyjar, er sjónarhornið krókódílamannsins. Það er krókódílamaðurinn sem beinir sjónum okkar að því sem um er rætt, hann hefur sjónarhornið, þess vegna er hann sjónbeinandinn.
Þegar ég lít aftur á skilgreininguna er ég ansi sáttur við hana. Ef aðrir telja sig geta bætt hana að einhverju leyti skulu þeir gera það, ég held að ég geti það að minnsta kosti ekki. Hún virðist líka hafa dugað Sindra sem mér sýnist hafa skilið nákvæmlega það sem um er að ræða. Mér sýnist þú moi bara ekki hafa lesið til enda, og í skilgreiningunni stendur hvergi sá sem horfir á (og lýsir), enda væri þar um sögumann að ræða. Til gamans má bæta því við að honum skal ekki ruglað saman við höfund, nema það sé sérstaklega tekið fram að höfundur og sögumaður sé sami maðurinn, eins og til dæmis í Famous Blue Raincoat eftir Cohen. Engum dytti til dæmis í hug að kalla Herman Melville sögumann Moby Dick, enda heitir sá Ísmael. Ég vona að þetta sé nú allt skýrt.--Steinst 23:08, 27. júl 2004 (UTC)
[breyta] Translation please?
Sorry, but I don’t speak Icelandic. I would be very grateful if some Icelandic guy could translate this article into English. By doing it, then I would be able to make a translation into Spanish. I really need to know what you’re are saying here, since I have found almost nothing about Megas (the singer) but I had already written about several of his releases due to other musicians’ collaborations. See my Spanish page at http://es.wikipedia.org/wiki/Usuario:Luis_María_Benítez
[breyta] A question about record labels
When writing articles about music artists (Most of my articles are devoted to Icelandic musicians - I work at the Spanish version) I always put releases as follows (This is an example):
- 1992 - Þrír Blóðdropar (Skífan)
And when adding collaborations I also add some additional data (Example):
- 1987 - Crowleymass (Maldoror), single by Current 93.
As you see, in all cases I put the record label. That is very important, but with Megas I’m not able to find out the record labels for his releases. I’m not saying that I need them all, just the following releases:
On Tónlist.com the album Hættuleg Hljómsveit & Glæpakvendið Stella is said to be released through Megas.... a record label owned by the singer? Well, as you know, there are not Web sites devoted to him and all information I come across is always in Icelandic... and I don’t speak Icelandic at all!
Please, I hope there could be some Icelander who could kindly help me out with this. I only need to know the record labels for the three listed albums.
Kind regards, Luis María Benítez (messages)
- I have responded to this on Luis' user talk --Stalfur 18. nóv. 2005 kl. 12:40 (UTC)