Messínasund
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Messínasund er mjótt sund milli austurodda Sikileyjar og suðvesturodda Appennínaskagans. Sundið er aðeins 3,2 km breitt þar sem það er grennst. Náttúruleg hringiða myndast í sundinu sem hefur verið tengd við Skyllu og Karybdísi úr Ódysseifskviðu.
Yfir sundið gengur ferja frá Messínu til Villa San Giovanni í Kalabríu og spaðabátur sem gengur frá Messínu til Reggio Calabria.