Nautalda
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nautalda er 669 metra hátt móbergsholt milli Hnífár og Miklukvíslar, sunnan Nauthagajökuls í Hofsjökli. Austan Nautöldunnar er Nauthaginn. Um Nauthaga og Nautöldu lá leiðin inn í Arnarfell hið mikla en í Nauthaga eru volgrur sem ferðalangar gátu baðað sig í.