Patrick Süskind
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Patrick Süskind (f. 26. mars 1949) er þýskur rithöfundur og leikskáld frá Starnberger See nærri München. Hann vann við kvikmyndir sem handritshöfundur og gaf út leikritið Kontrabassinn (Der Kontrabass) til 1985 þegar út kom Ilmurinn: saga af morðingja (Das Parfum) sem varð alþjóðleg metsölubók. Eftir það hafa komið út Dúfan (Die Taube) 1988 og Sagan af herra Sommer (Die Geschichte von Herrn Sommer) 1991.