Spjall:Petronius
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hm, Gajus Petróníus kallar Erlingur E. Halldórsson þennan mæta mann. Var Petróníus ekki líka aðeins titlaður: elegantia arbiter (æðsti siðameistari). Já, ég veit að hann er stundum kallaður þetta. En Erlingur þýddi Satýrikon og þar er hann aðeins nefndur Gajus Petróníus. Ekki er heldur alveg víst að hann sé þessi Gajus Petróníus Arbiter, jafnvel þó mjög margt bendi til þess. Þess vegna er það oft þannig að aðeins Petróníus er skrifaður fyrir þessu fræga verki. Sjálfsagt þarf þetta að koma fram. En koma tímar... - Hákarl.
- Já, það eru líkur á að Petronius sé þessi Gaius Petronius en það virðist samt ekki vera alveg á hreinu. Í handritum kemur fyrir Titus Petronius. Ég ákvað að kalla hann bara Petronius og láta Titus Petronius vísa á hann og sjálfsagt ætti Gaius Petronius að gera það líka. Svo sá ég að Oxford Companion to Cassical Literature (sem er áreiðanleg og góð bók og gott að fylgja henni) kallar hann Petronius Arbiter í fyrirsögn færslunnar um hann. --Cessator 20:00, 10 apríl 2007 (UTC)
Hvað með íslenska ritháttinn spyr kvikindið hann ég? Erlingur hefur Gajus Petróníus? Haha, þú þarna latínureglingskarl. Haha. - Hákarl.
- Já, j-ið er sennilega óþarfi en það má samt auðvitað hafa tilvísun. Annars er j auðvitað upphaflega sami stafurinn og i. Broddstafir eru smekksatriði en oftast er sennilega betra að nota þá hóflega. --Cessator 21:10, 10 apríl 2007 (UTC)