Porto Novo
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Porto Novo er höfuðborg Benín í Vestur-Afríku. Íbúar borgarinnar eru u.þ.b. 180.000 (samkvæmt tölum frá árinu 1992). Porto Novo er næststærsta borg Benín.
Borgin er talin hafa verið stofnuð seint á 16. öld. Nafn borgarinnar kemur úr portúgölsku og þýðir "Ný höfn".
Borgin er staðsett við Porto-Novo lónið, sem er hluti af Gíneuflóa.