Rauðablástur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauðablástur er aðferð til að bræða járn úr mýrarrauða yfir viðarkolaglóð í sérstökum ofni.
Talið er að Íslendingar hafi unnið sitt járn sjálfir þar til farið var að flytja inn ásmundarjárn um miðja 15. öld. Rauðablástur á Íslandi lagðist af þegar vinnsla járngrýtis hófst á Norðurlöndum.
Rauðablástur fór þannig fram að þurrkuðum mýrarauða var blandað saman við viðarkol. Kveikt var í blöndunni í ofni og við brunann afoxun|afoxaðist járnið úr (vötnuðu) járnoxíði í járnmálm sem er bráðinn og seytlaði niður í botn ofnsins.