Sámsstaðamúli
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sámsstaðamúli er fjall milli Búrfells og Skeljafells í Þjórsárdal. Vestan undir fjallinu er Þjóðveldisbærinn og í gegnum það liggja aðrennslisgöng Búrfellsvirkjunar. Um múlann hlykkjast einnig þjóðvegur 32, Þjórsárdalsvegur, og er þar mikil hækkun og beygjur eftir því.