Sólheimar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sólheimar er þéttbýliskjarni sem myndast hefur í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar búa tæplega 70 manns. Stórhluti íbúa Sólheima eru þroskaheftir og fatlaðir og var staðurinn stofnaður sem athvarf fyrir þann þjóðfélagshóp en þar var stofnað vistheimili fyrir fatlaða árið 1931. Sólheimar hétu áður Hverakot eftir jarðhitanum sem er á svæðinu.