Saffó
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saffó (attíska: Σαπφώ (Sapfó); eólíska: Ψάπφα (Psapfa)) var forngrísk skáldkona sem sögð var fædd í Eressos á eyjunni Lesbos einhvern tíma milli 630 og 612 f.Kr. og hafa dáið kringum 570 f.Kr.. Lítið hefur varðveist af kvæðum hennar en hún hafði gríðarlega mikil áhrif og var talin með ljóðskáldunum níu í Grikklandi. Verk hennar voru samin á eólísku fyrir söng með undirspili lýru. Kvæði hennar eru með þeim fyrstu sem fjalla um veraldlega hluti og reynslu einstaklingsins. Í sumum þeirra talar ljóðmælandinn um ást sína til kvenna, sem hefur gefið tilefni til að ætla að hún hafi verið samkynhneigð og orðið lesbía var þannig dregið af nafni eyjarinnar Lesbos.