SI mælieiningar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Sjá einnig Alþjóðlega einingakerfið
SI mælieiningar eru þær mælieiningar sem skilgreindar eru í SI kerfinu.
Allar aðarar mælieiningar má reikna út frá þessum mælieiningum og eru þær þá SI ættaðar mælieiningar.
Efnisyfirlit |
[breyta] Vegalengd
Grunnmælieiningin er metri og er notuð til að mæla vegalengdir. Metrakerfið var ákvarðað upphaflega þann 26. mars árið 1791 í Frakklandi og átti einn metri að vera 1/10.000.000 (einn tíumilljónasti) af vegalengdinni frá landfræðilega norðurpólnum, í gegnum París, og að miðbaug. Vegna betri aðferða til útreikninga, þá vitum við núna að þessi vegalengd er í raun og veru 10.001.957 metrar. Árið 1983 var metrinn skilgreindur upp á nýtt, og nú er 1 m sú vegalengd sem ljósið fer í lofttæmi á 1/299.792.458 hlutum úr sekúndu.
[breyta] Massi
Grunnmælieiningin til að mæla massa er ekki gramm eins og mætti kannski búast við, heldur kílógramm. Strangt til tekið er kílógramm ekki mælieining fyrir þyngd heldur skal einungis tala um massa í kílógrömmum. Þyngd er kraftur og er mæld með mælieiningunni newton (N) eins og aðrir kraftar. Staðalkílógrammið er lóð úr blöndu af iridíum og platínu, sem geymt er í Sevres í Frakklandi.
[breyta] Tímamæling
Grunnmælieiningin er sekúnda og er notuð til að mæla tíma. Frá 1967 hefur grunndvallareining tímans verið 1 atómsekúnda, sem miðast við 9 192 631 770 sveiflutíma raföldu frá loftkenndu sesíumi (133Cs). Þegar mældur er styttri tími en ein sekúnda er tugakerfið notað á hefðbundinn hátt (1/10, 1/100, 1/1000 úr sekúndu o.s.frv.) Af sögulegum ástæðum er hins vegar notast við tylftir við að mæla tíma allt upp í einn sólarhring, þannig er 1 mínúta 5x12=60 sekúndur, o.s.frv. en þær mælieiningar eru ekki hluti af SI-kerfinu.
[breyta] Rafmagn
[breyta] Straumur
Grunnmælieiningin er amper. Formúlutáknið er I og tákn mælieiningarinnar A.
[breyta] Spenna
Mælieiningin er volt. Formúlutáknið er U (Evrópa), V (Bandaríkin) og einnig E í sumum tilvikum. Tákn mælieiningarinnar V.
[breyta] Viðnám
Mælieiningin er ohm. Formúlutáknið er R og tákn mælieiningarinnar Ω.
[breyta] Hitastigsmæling
Grunnmælieiningin er kelvín og er notuð til að mæla hitastig. Algengt er að rugla saman hitastigi og varma, en varmi er orka og mælist í júlum.
[breyta] Magn
Grunnmælieiningin er mól og er notuð til að mæla magn tiltekins efnis.
[breyta] Ljósstyrkur
Grunnmælieiningin er kandela og er notuð til að mæla ljósstyrk í ákveðna átt.