Sigurbjörn Þorkelsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sigurbjörn Þorkelsson (fæddur 21. mars 1964 í Reykjavík) var framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins og síðar KFUM og KFUK í Reykjavík. Hann starfar nú sem framkvæmdarstjóri Laugarneskirkju.
Hann er sonur hjónanna Þorkels G. Sigurbjörnssonar (1912 - 2006), fyrsta forseta Gídeonfélagsins á Íslandi, og Steinunnar Pálsdóttur (1924 - 2006). Föðurafi Sigurbjörns var Sigurbjörn Þorkelsson í Vísi. Sigurbjörn er giftur Laufeyju Geirlaugsdóttur og eiga þau 3 syni.
Sigurbjörn hefur skrifað fjölda bóka.