Sjónbeinandi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjónbeinandi í bókmenntaverki er sá sem beinir sjónum lesandans að einhverju. Í fyrstu persónu frásögn er sá sem mælir, sögumaður, einatt sjónbeinandi. Ef frásögnin er í endurliti þar sem sögumaður lítur yfir farinn veg og segir frá sjálfum sér yngri er sjónbeinandinn þó persónan eins og hún var þegar atburðirnir gerðust. Í þriðju persónu frásögnum kann svo vitundarmiðjan að vera sjónbeinandinn meðan sá sem talar í þriðju persónu er sögumaður.