Spjall:Skynsamur gjörandi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skynsamur gjörandi er orðasamband sem ég veit ekki til að hafi verið notað áður um rational agents. Lítið af orðum og orðasamböndum gervigreindar hafa verið þýdd - það á örugglega eftir að breytast með tilkomu gervigreindarsetursins í HR. Góð lýsing er er í Russel - Norvig kafla 2 (auk þess í köflum 5, 6, 10, 11 og víðar) --Jón Jósef Bjarnason 6. nóvember 2005 kl. 13:50 (UTC)
- Mér finnst reyndar eðlilegra að segja gerandi en gjörandi. --Heiða María 6. nóv. 2005 kl. 14:12 (UTC)
- Góður punktur, mér þótti gjörandi vísa svotlítið til drottnunar „...gakk út og gjör....“ vissulega forneskjulegra.--Jón Jósef Bjarnason 6. nóvember 2005 kl. 14:54 (UTC)
Heyriði, ég skrifa þetta hér vegna þess að ég kemst ekki inn á gervigreindarsíðuna og ég hef ekki hugmynd um af hverju. Væri einhver til í að athuga hvað er að henni? Notandi:Heiða María
- ISIRWiki virkar ef þú ert að spá í því. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 6. nóv. 2005 kl. 14:59 (UTC)
[breyta] Skilgreining
Í mínum huga skilgreinir fyrsta málsgrein þessarar greinar algjörlega hvað skynsamur gjörandi er og ég skil ekki hvers vegna athugasemdin er sett í greinina. Skynsamur gjörandi (er sá sem) „framkvæmir þá aðgerð sem hann telur líklegasta til árangurs að gefnum þeim forsendum (þekkingu) sem hann hefur um umhverfið“. Hvað þarf meira að skilgreina? --Mói 6. nóv. 2005 kl. 18:32 (UTC)
- Þetta var augljóslega eitthvað fagmál og það stóð ekkert um það innan hvaða fags það væri notað, og þar sem ég vissi ekkert um það skellti ég athyglissniðinu á, annars hef ég bætt úr þessu núna og vona að þetta sé rétt hjá mér en það getur vel verið að þetta sé notað innan annara fræðigreina en gervigreindarinnar. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 6. nóv. 2005 kl. 18:42 (UTC)