Slættaratindur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Slættaratindur er hæsta fjall Færeyja og er 882 metrar á hæð yfir sjávarmáli. Fjallið er staðsett á norðurhluta Eysturoy á milli þorpanna Eiði, Funningur og Gjógv. Nafnið Slættaratindur þýðir Flatur tindur. Slættaratindur er eitt af 10 fjöllum í Færeyjum sem ná yfir 800 metra að hæð yfir sjávarmál. Gráfelli sem er næst hæsta fjall Færeyja liggur rétt norðaustan við Slættaratind.