Snæfellsjökull
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Snæfellsjökull (eða Snæfell) (1446 m) er virk eldstöð á vestri enda Snæfellsness. Hægt er að sjá fjallið frá Reykjavík, Reykjanesi og stórum hluta Vesturlands á sólríkum dögum. Hann er þekktastur fyrir það að um hann var ferðast að miðju jarðarinnar í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne.