Stúdentspróf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Með stúdentsprófi lýkur því námi á framhaldsskólstigi sem ætlað er að veita undirbúning fyrir nám á háskólastigi. Venjan á Íslandi er að námið standi í fjögur ár eftir lok grunnskóla, en til eru þó undantekningar frá þessu, s.s. í skólum með áfangakerfi þar sem nemendur geta stjórnað námshraða og menntaskólinn Hraðbraut þar sem námið er skipulagt þannig að því ljúki á tveimur árum. Á hinum Norðurlöndunum er stúdentsprófið yfirleitt tekið eftir þriggja ára nám eftir skyldunám.
Stúdentspróf veitir rétt til inngöngu í háskóla. Það rekur uppruna sinn til inntökuprófs, Examen artium, sem tekið var við viðkomandi háskóla til 1850 þegar prófin færðust til menntaskólanna.
[breyta] Tengt efni
- Stúdentshúfa