Spjall:Stafróf
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Það er reyndar ekki rétt að hvert tákn stafrófsins standi fyrir eitt hljóð. Í flestum tungumálum eru hljóðgildi sumra bókstafa mörg og mismunandi eftir stöðu stafsins ínnan orðsins og afstöðu hans til annarra stafa. --Mói 3. jan. 2006 kl. 08:29 (UTC)
- Hvert hljóð heitir fónem og er sett saman úr einu eða fleiri fón-um. Hljóðbreytingar fónema með tilliti til stöðu heita allófón. Ef að mismunandi fónem koma eingöngu fyrir í vissum umhverfum er safn allófóna sem taka á sig allar hugsanlegar stöður og hafa svipaðan tilgang eða hljóð sögð vera í fyllidreifingu. Morfem er minnsta merkingarbæra eining máls. Tvö ólík morfem sem bera sömu merkingu heita allómorf. Það vantar einnig greinar um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði, og greinina um IPA mætti bæta. Ég skal hafa þetta í huga. --Smári McCarthy 3. jan. 2006 kl. 12:48 (UTC)
- Já, og btw, B var ekki hús snúið um 90°, heldur lá það upprunalega á flathliðinni og líktist tveimur brauðhleifum hlið við hlið. Var sá stafur kallaður bet, sem þýddi brauð. Við þekkjum bæinn Betlehem, en morfemið /lehem/ þýðir hús. Betlehem var því brauðhús, eða bakarí. Kannski. --Smári McCarthy 3. jan. 2006 kl. 12:48 (UTC)