Steinunn Sveinsdóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steinunn Sveinsdóttir frá Sjöundá myrti ásamt Bjarna Bjarnasyni konuna hans og manninn hennar og var það upphafið að frægu morðmáli sem kallað er morðin á Sjöundá. Hún lést í tukthúsinu 1804 og var dysjuð á Skólavörðuholti þar sem ummerki um Steinkudys sáust allt fram á 20. öld. Bein hennar voru þá grafin upp og flutt í Hólavallakirkjugarð.