Svartfuglar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Páklumbur
|
|||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||
|
|||||||||||
|
|||||||||||
|
Svartfuglar (fræðiheiti: Alcidae) eru ætt strandfugla. Þeir líkjast að sumu leyti mörgæsum þar sem þeir eru svartir og hvítir á lit, sitja uppréttir og lifa við sjó. Þeir eru þó alls óskyldir þeim.
Svartfuglar eru vel fleygir (nema geirfuglinn sem nú er útdauður) og góðir sundfuglar og kafarar en gangur þeirra er klaufalegur að sjá. Vegna þess hve vængir þeirra eru stuttir þurfa þeir að blaka þeim mjög hratt til að halda sér á lofti.
Svartfuglar lifa á opnu hafi og koma aðeins í land til að makast og verpa. Sumar tegundir, eins og t.d. langvía, eyða þó stærstum hluta ársins í að verja varpstæði sitt fyrir öðrum fuglum.
Sumar tegundir verpa í mjög stórum varpnýlendum í klettum, en aðrar verpa í minni hópum við grýttar strendur og enn aðrar, eins og lundinn, verpa í holum. Allar tegundir svartfugla mynda varpnýlendur.