Tundurdufl
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tundurdufl er sprengja sem komið er fyrir í hafi og er ætlað að granda kafbátum eða skipum. Tundurdufl eru með hvellhettur sem setja sprengjuna af stað við árekstur. Þeim er komið fyrir við yfirborðið eða nær botninum með festum, en oft kemur fyrir að þau slitna upp í vondum veðrum og rekur þá stjórnlaust um höfin og upp í fjörur. Stór tundurduflasvæði eru stundum notuð til að verja hafnir fyrir árásum óvinaskipa. Dæmi um slíkt var t.d. mjög umfangsmikið svæði utan við Austfirði sem ætlað var að verja höfnina á Seyðisfirði í Síðari heimsstyrjöldinni, en kom um leið algerlega í veg fyrir fiskveiðar frá flestum fjörðunum. Flestum þessara tundurdufla var eytt eftir lok styrjaldarinnar, m.a. með tundurduflaslæðurum og með því að skjóta á þau úr sérstökum rifflum til að sprengja þau, en jafnvel enn í dag kemur fyrir að slík dufl rekur á land á Austurlandi eða lenda í netum fiskiskipa líkt og um allan heim.