Tungufljót (Vestur-Skaftafellssýslu)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tungufljót er á á Skaftártunguafrétti sem á upptök sín í Svartahnúksfjöllum. Gljúfur Tungufljóts er djúpt og þröngt og sorfið í móbergsklappir. Þegar neðar kemur sameinast áin Ásavatni í svokölluðu Flögulóni. Við bætist einnig Hólmsá svo verður til Kúðafljót.