Vaðmál
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vaðmál er þykkofinn ullarstrangi sem notaður var í ýmis konar klæði, ábreiður, tjöld og segl. Vaðmál til klæðagerðar var unnið í svokölluðum kljásteinavefstól. Á íslenskum sveitabæjum var vaðmál ofið bæði til heimilisnota og sem gjaldmiðill. Á miðöldum voru vöruskipti algengasti verslunarmátinn og verðgildi hluta var miðað við vaðmál (álnir vaðmáls) og kýr (kúgildi).
Á þjóðveldisöld var ullin þvegin, kembd, spunnin og ofin í mislanga vaðmálsstranga. Það voru framleiddar tvær tegundir vaðmáls en það voru vöruvaðmál og hafnarvaðmál. Vöruvaðmál sem einnig var kallað vara var ódýrara og óvandaðra. Allt verðlag var miðað við alin vöru. Eitt kýrverð var metin til 120 álna vaðmáls.
Vaðmál er talin ein helsta útflutningsverslunarvara Íslendinga í útflutningi frá tólftu öld og fram á þá fjórtándu.
Hundrað að fornu merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Þegar fram leið urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld.
Vaðmál sem ætluð voru til sparifata voru lituð úr brúnspæni og járnvitrióli og var litarefnið keypt í kaupstöðum. Rekkjuvoðir voru úr hvítu vaðmáli og brekán úr grófu tvöföldu bandi alla vega litu.
[breyta] Heimildir
[breyta] Ítarefni
- Helgi Þorláksson. Vaðmál og verðlag:vaðmál í utanríkisviðskiptum og búskap Íslendinga á 13. og 14. öld, 1991