Vallarsveifgras
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
![]() |
|||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Vallarsveifgras (Poa pratensis)
|
|||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Poa pratensis Linnaeus |
|||||||||||||||
|
Vallarsveifgras (fræðiheiti: Poa pratensis) er ein af mörgum tegundu sveifgrasa (Poa) sem finna má í heiminum. Á Íslandi vex tegundin villt en er einnig notuð til túnræktar, í íþróttavelli og í grasflatir.
[breyta] Greiningareinkenni
Vallarsveifgras er remur lágvaxin tegund, hún er oftast 30-50 sm á hæð. Tegundin tilheyrir puntgrösum og er puntur vallarsveifgrass keilulaga, þar sem neðstu greinar puntsins eru lengstar. Hvert smáax hefur 3-5 blóm. Axagnirnar eru oftast fjólubláar. Blöð plöntunnar eru fremur breið (3-5 mm), flöt og enda í totu, líkt og bátsstefni. Það er gott greiningareinkenni sveifgrasa. Vallarsveifgras myndar öflugar neðanjarðarrenglur og fjölgar sér gjarnan þannig.
[breyta] Notkun
Vallarsveifgras hefur í ríkum mæli verið notað til túnræktar, þó notkun þess hefur eilítið minnkað síðustu árin. Það gefur þokkalega uppskeru og er einnig duglegt að spretta eftir slátt og beit. Fóðrið er lystugt, næringar- og steinefnaríkt. Því er gjarnan sáð í blöndu með vallarfoxgrasi. Það er einnig töluvert notað í íþróttavelli og grasflatir.