Varnarhættir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Í sálfræði
Varnarhættir
Afneitun (denial) er að halda ytri atburðum frá meðvitund. Ef einstaklingurinn á erfitt með að meðhöndla einhverja aðstöðu getur hann notað afneitun til þess einfaldlega að neita tilvist hennar. Einstaklingurinn getur bæði neitað atburði eða þeim tilfinningum sem tengjast honum. Dæmi um þetta er ef einstaklingur skuldar pening í banka en lætur sem hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af skuldinni og heldur í stað þess áfram að eyða pening. Annað dæmi er nemandi sem neitar að sækja prófskírteini þar sem hann telur að hann hafi fallið og lætur því eins og hann hafi aldrei farið í prófið.
Intellectualization er að aftengja tilfinningar frá sterkum minningum og að nálgast atburðinn eins og hann væri lítilsverður. Dæmi um það er að tala um dauða ástvinar á ofureðlilegan hátt í stað þess að viðurkenna þær tilfinningar sem fylgja því að missa ástvin.
Displacement er að beina tilfinningu og viðhorfum að einhverju sem getur þjónað sem staðgengill fyrir annað. Dæmi um það er að sýna reiði gagnvart einstaklingi sem hefur lítið að gera með reiðina, s.s. vegna þess að sá sem reiðin ætti að beinast að er of ógnvekjandi. Einstaklingur sem hefur verið skammaður af yfirmanni sínum í vinnunni og sparkar í hundinn þegar hann kemur heim er dæmi um einstakling með displacement.
Projection er að sjá eigin óásættanlegar kenndir í öðrum. Þannig eru kenndirnar enn til staðar en þær eru ekki lengur kenndir einstaklingsins. Dæmi um það er einstaklingur sem sífellt skoðar klám á netinu og lýsir því svo yfir að hreinlega allir í nútímaþjóðfélaginu virðist vera uppteknir af því að skoða klámi allan daginn. Annað dæmi er gift kona sem langar til að sofa hjá samstarfsmanni sínum en sem, í stað þess að viðurkenna það fyrir sjálfri sér, fer að fylgjast með hegðun eiginmanns síns og sýnir mikla afbrýðisemi.
Altruistic surrender er að reyna að uppfylla eigin langanir í gegnum aðra. Dæmi um það er faðir sem heimtar að sonurinn fari í háskóla vegna þess að hann gerði það aldrei (þó hann hafi langað til þess) eða einstaklingur sem ekki vill hefja samband en er alltaf að reyna að koma öðrum í samband.
Reaction formation er að breyta ósættanlegri hvöt í andstæðu sína. Dæmi um þetta er einstaklingur sem finnur til hvata gagnvart eigin kyni og, í stað þess að viðurkenna þær hvatir, heldur því fram að hann hati „allt þetta homma- og lesbíupakk“. Annað dæmi eru ungir strákar sem halda því fram að þeir þoli ekki stelpur, þrátt fyrir að vera (að sjálfsögðu) skotnir í einhverri stelpu í bekknum sínum.
Identification felur í sér að taka upp persónueinkenni annarra vegna þess að það leysir úr þeirra eigin tilfinningalega vanda. Dæmi um það er barn eða unglingur sem gengur í hlutverk móður eða föður síns gagnvart yngri systkinum vegna þess að sú staðreynd að foreldrarnir eru aldrei heima veldur því áhyggjum. Annað dæmi er að taka upp eiginleika einhvers sem maður er hræddur við. Strákur sem t.d. er hræddur við hrekkjusvínið í skólanum getur sjálfur byrjað að hrekkja.
Regression er að hverfa aftur til hegðunar sem einkennist af minni þroska (fyrra þroskastigi) þegar einstaklingurinn upplifir streitu. Samkvæmt sálaraflskenningum er regression dæmi um að vilja hverfa aftur til öruggari tíma þegar við upplifum mótlæti. Dæmi um regression er þegar einstaklingur byrjar að sjúga puttann eða míga undir, þegar hann leitar í hluti úr æskunni (s.s. bangsa eða dúkku, eða þegar unglingur skríkir þegar hann er nálægt hinu kyninu.
Rationalization er afbökun staðreynda í þeirri tilraun að finnast atburður minna ógnandi en hann er. Dæmi um rationalization er að segja „þetta er ekki svo alvarlegt“ við atburði sem svo sannarlega er alvarlegur. Þannig má líta á rationalization sem leið til að ljúga að sjálfum sér, hvort sem maður trúir lyginni sjálfur eða ekki.
Sublimation er umbreyting ósamþykkjanlegrar hvatar, s.s. hvöt sem felur í sér kynlíf, reiði, ótta o.s.frv., í félagslega betra form. Dæmi um sublimation er ef einstaklingur sem á það til að rjúka upp í reiði finnur reiðinni einhvern farveg sem samfélagið getur samþykkt: s.s. í íþróttum. Eins og sjá má er sublimation oft jákvæður varnarháttur.
Asceticism er að afneita tilfinningum. Dæmi um það er einstaklingur sem líður illa með kynlanganir sínar og reynir þannig að neita, ekki aðeins þeim þrám sem viðkoma kynlífi, heldur einnig öðrum þrám. Þannig felur asceticism í sér nokkurs konar meinlætalíf. Sálaraflssinnar telja asceticism að verki í tilfelli átraskana.