XHTML
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
XHTML (sem stendur fyrir Extensible HyperText Markup Language) er ívafsmál sem svipar mjög til HTML en notast við strangari ritunarreglur. XHTML er XML-mál á meðan HTML byggir á SGML sem er mjög sveigjanlegur staðall. Líkt og önnur XML-skjöl þurfa XHTML-skjöl að vera rétt mynduð og þar með er hægt að þátta þau með venjulegum XML-þáttara. XHTML var fyrst gert að opinberum W3C-tilmælum 26. janúar árið 2000.