Óflekkað mannorð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Óflekkað mannorð er hugtak í íslenskum lögum sem skilgreint er í 5. gr. laga um kosningar til Alþingis [1] frá árinu 2000:
- „Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar.“
- „Dómur fyrir refsivert brot hefur ekki flekkun mannorðs í för með sér nema sakborningur hafi verið fullra 18 ára að aldri er hann framdi brotið og refsing sé fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta eða öryggisgæsla sé dæmd.“
[breyta] Störf og embætti
Óflekkaðs mannorðs er samkvæmt íslenskum lögum krafist af öllum þeim er gegna og/eða hafa heimild til eða sækjast eftir eftirfarandi embættum og störfum. [2]
- Kjörgengi til Alþingis (34. gr. [3] stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33 17. júní 1944)
- Kjörgengi í Landsdóm (3. gr. [4] laga um landsdóm nr. 3 19. febrúar 1944)
- Lögmaður (6. gr. [5] laga um lögmenn nr. 77 15. júní 1998)
- Embætti ríkissáttasemjara (20. gr. [6] laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 11. júní 1938)
- Embætti dómara í Félagsdómi (42. gr. [7] laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 11. júní 1938)
- Heimild til að reka mál fyrir félagsdómi (46. gr. [8] laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 11. júní 1938)
- Gerðarmenn (6. gr. [9] laga um samningsbundna gerðardóma nr. 53 24. maí 1989)
- Embætti Matsmanns (18. gr. [10] laga um skipti á dánarbúum o.fl. nr. 20 23. mars 1991)
- Stefnuvottur (81. gr. [11] laga um meðferð einkamála nr. 91 31. desember 1991)
- Stofnendur vátryggingafélags (14. gr. [12] laga um vátryggingastarfsemi nr. 60 11. maí 1994)
- Stjórnarmenn í lífeyrissjóði (31. gr. [13] laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129 23. desember 1997)
- Stjórnarmenn í verðbréfamiðstöð (4. gr. [14] laga um rafræna eignarskráningu verðbréfa nr. 131 23. desember 1997)
- Stjórnarmenn í kauphöll (5. gr. [15] laga um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða nr. 34 21. apríl 1998)
- Framkvæmdarstjóri hlutafélags (7. gr. [16] laga um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða nr. 34 21. apríl 1998)
- Stjórnarmenn og forstjóri (6. gr. [17] laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87 16. júní 1998)
- Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri (4. gr. [18] laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98 27. desember 1999)
- Kjörgengni til kosningar til Alþingis (4. gr. [19] laga um kosningar til Alþingis nr. 24 16. maí 2000)
- Skattstjóri (85. gr. [20] laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 90 7. maí 2003)