Ólafur Tryggvason
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólafur Tryggvason (963 - 9. september 1000) var konungur Noregs frá 995. Ólafur tók við af Hákoni jarli. Ólafur vann ötullega að útbreiðslu kristni, m.a. í Noregi, á Íslandi og Grænlandi. Hann féll á skipi sínu, Orminum langa, í orrustunni við Svoldur gegn Eiríki jarl, Sveini tjúguskegg Danakonungi og Ólafi skautkonungi Svíakonungi. Frá Ólafi er sagt í Ólafs sögu Tryggvasonar.
Fyrsta kona Ólafs Tryggvasonar var Geira, dóttir Búrisláfs konungs í Vindlandi.
Önnur kona hans var Gyða Ólafsdóttir, systir Ólafs Kvarans sem var konungur á Írlandi í Dyflinni. Hún var ung kona og fríð. Þriðja kona hans var Guðrún Járnskeggjadóttir. Hún gerði tilraun til að myrða Ólaf nóttina sem hún giftist honum; það mistókst og hún fór aftur til síns heima. Fjórða og síðasta kona Ólafs var Þyri Haraldsdóttir, systir Sveins tjúguskeggs.
Ólafur lét skírast til kristni í Syllingum (Scilly Islands) á Írlandi.
Fyrirrennari: Hákon jarl |
|
Eftirmaður: Eiríkur jarl Sveinn jarl Sveinn tjúguskegg |