Spjall:Örsmæðareikningur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég vildi helst gera greinarmun á stærðfræðigreiningu og örsmæðareikningi, þar sem annað er fræðigrein en hitt er tól sem fræðigreinin notar. Er að vísu ekki til í að skrifa grein um stærðfræðigreiningu allveg strax en kannski kemur að því. Finnst því ekki rétt að láta greinina stærðfræðigreining vera hlekk á greinina Örsmæðareikningur en virkar þangað til einhver fyllir upp í tómið. --ojs 12:40, 30. júl 2004 (UTC)
- Ég er sammála, og vil gera greinarmun á þessu, en hitt er annað mál að það er varla efni til þess í augnablikinu. Ég sameinaði þessar greinar um stundarsakir, þrátt fyrir að vera fyllilega sammála því að stærðfræðigreining sé öllu merkilegara og æðislegara fyrirbæri en örsmæðareikningur (haha). Ég vona að ég móðgi engan stærðfræðinginn með þessari ákvörðun, sem ég skal sjálfur taka til baka um leið og tími og efni vinnst til þess. --Smári McCarthy 2. des. 2005 kl. 12:30 (UTC)