Þórhallur Sigurðsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þórhallur Sigurðsson (eða Laddi) (fæddur 20. janúar 1947) er íslenskur leikari, söngvari, tónskáld og skemmtikraftur. Hann hefur gefið út plötur og leikið í kvikmyndum og gert fjöldann allan af skemmtiþáttum, t.d Heilsubælið , Imbakassinn og leikið í Áramótaskaupum. Hann hefur skapað fjöldann allan af karakterum sem margir kannast við eins og Eirík Fjalar, Saxa lækni, Skúla rafvirkja og svo mætti lengi telja. Kvikmyndir sem hann hefur verið í eru t.d Stella í orlofi, Stella í Framboði, Magnús, Regína, Íslenski Draumurinn og fleiri. Einnig hefur hann starfað mikið í leikhúsi og frægast er þegar hann lék Fagin í Óliver Twist og Tannlækninn í Litlu Hryllingsbúðinni en hann hefur leikið í fjöldamörgum öðrum líka.
Laddi var í tvíeykinu Halli og Laddi en þeir hafa sungið fræg lög og sprellað. Lög Ladda, sem hann hefur gert fræg, eru Sandalar, Í Austurstræti, Of feit fyrir mig og Búkolla. Hann hefur talsett heilan helling af teiknimyndum og kvikmyndum og má þar nefna Aladdin, Lion King, Mulan, Strumpana, Brakúla og margar fleiri. Laddi á þrjá syni og heita þeir Marteinn, Ívar og Þórhallur. Sá yngsti, nafni föður síns, er búinn að feta í fótspor föður síns og er grínisti.