Þjóðaratkvæðagreiðsla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjóðaratkvæðagreiðsla kallast það þegar allt kosningabært fólk kýs um ákveðið mál en mismunandi er hvort atkvæðagreiðslan er ákvarðandi eða leiðbeinandi fyrir ríkisvaldið. Í mörgum stjórnarskrám er kveðið á um að almenningur eigi að kjósa um ákveðin mál í staðinn fyrir að kjörnir fulltrúar þeirra sjái beint um málið. Tilgangurinn með þjóðaratkvæðagreiðslum er oft sá, að sjá hvaða möguleika almenningur vill velja í ákveðnu máli og helst koma í veg fyrir að ákvarðanir í viðkvæmum málum séu á móti vilja meirihluta landsbúa.
[breyta] Í íslensku stjórnarskránni
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands kveður á um við hvaða aðstæður þjóðatkvæðagreiðslur skulu haldnar. Í 11 gr. segir að hún skuli haldin ef Alþingi leysir forseta frá störfum, í 26. gr. segir að hún skuli haldin ef foseti synjar lagafrumvarpi staðfestingar og í 79. gr. segir að hún skuli haldin ef Alþingi samþykkir breytingar á kirkjuskipan ríkisins.
Engin ákvæði eru um nánari útfærslur á þjóðaratkvæðagreiðslum, s.s. lágmarksþáttöku eða hversu stóran meirihluta þurfi til að niðurstaðan sé gild.
Fimm sinnum hafa þjóðarkvæðagreiðslur farið fram hér á landi.
Ár | Kosið um | Þáttaka | Samþykk | Andvíg |
---|---|---|---|---|
1908 | áfengisbann | ? | 60,1% | 39,9% |
1916 | þegnskylduvinnu | ? | 8,2% | 91,8% |
1918 | setningu sambandslaganna | ?? | 92,6% | 7,4%. |
1933 | afnám áfengisbanns | ? | 57,7% | 42,3% |
1944 | afnám sambandslaganna | ? | 99,5% | 0,5% |
1944 | setningu nýrrar stjórnarskrár | ? | 98,5% | 1,5% |
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 var í einu lagi kosið um annarsvegar afnám sambandslaganna og hinsvegar um stjórnarskrána.