Flokkur:Þrjátíu ára stríðið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þrjátíu ára stríðið var röð styrjalda sem áttu sér stað í Þýskalandi á árunum 1618 til 1648. Öll helstu stórveldi Evrópu drógust inn í átökin. Stríðsins var lengi minnst sem einnar skæðustu styrjaldar í Evrópu fram að Napóleonsstyrjöldunum og herfarir stríðsaðila og plágur sem þeim fylgdu lögðu mörg héruð Þýskalands því sem næst í auðn.
Matthías keisari og konungur Bæheims, sem verið hafði umburðarlyndur gagnvart framsókn mótmælendatrúar, tilnefndi árið 1617 Ferdinand af Styrju sem eftirmann sinn í embætti. Ferdinand þótti óbilgjarn kaþólikki og hafði bælt niður mótmælendur í hertogadæmi sínu. Í Bæheimi voru á þessum tíma margir kalvínistar auk hússíta og útrakista sem voru umbótahreyfingar innan kaþólsku kirkjunnar en litnar hornauga af henni. Þótt Habsborgarar hefðu ríkt sem konungar í Bæheimi óslitið frá 1526 var konungurinn samt kosinn af háaðlinum. Þegar Ferdinand sendi tvo sendimenn til Prag árið 1618 til að undirbúa kjör sitt, var þeim hent út um glugga á konungshöllinni af mótmælendum. Þeir lentu að vísu mjúklega í heyi (eða skít, í sumum heimildum). Aðallinn kaus svo Friðrik V, kjörfursta í Pfalz, sem konung yfir Bæheimi.
- Aðalgrein: Þrjátíu ára stríðið
Greinar í flokknum „Þrjátíu ára stríðið“
Það eru 8 síður í þessum flokki.
F |
GKP |
STÞ |