Spjall:Aðfangadagur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Það væri áhugavert að vita hvort til séu einhver gögn um jólasiði Íslendinga. Ég veit ekki hversu algengt er að menn fari til messu eða hvort það sé sérstaklega kveikt á ljósum trésins á aðfangadag. Ég hefði reyndar sjálfur lýst siðum Íslendinga með þessum hætti en ég veit ekki hvort okkur er óhætt að fullyrða nokkuð um slíkt. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:54, 24 desember 2006 (UTC)
- Ákaflega fróðleg lesning er kaflinn Jól í ritverki Árna Björnssonar, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík 1993. --Mói 23:00, 24 desember 2006 (UTC)
- Ég hef reyndar ekki lesið hana, en ég held að Saga jólanna eftir Árna Björnsson (svoldið hugmyndalaus um nöfn, hann Árni, saga daganna og saga jólanna) væri ansi góð, allavega fyrir sögulegt yfirlit. --Sterio 01:58, 25 desember 2006 (UTC)