Spjall:Albertsvatn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Albertsvatn, sem en:Wikipedia segir að áður hafi heitið Mobuto-Sese Seko vatn: Þetta er augljóslega rangt hjá en:Wiki, því að MSS er (var) miklu yngri maður en prins Albert. Einnig er öðruvísi sagt frá á þýsku Wikipedia, sem ég ákvað að treysta þegar ég breytti þessu. En í raun veit ég þetta ekki og við verðum auðvitað að hafa það sem sannara reynist. --Mói 18. mars 2006 kl. 21:46 (UTC)
- Það hefur lengi heitið Albertsvatn, en Mobutu Sese Seko nefndi vatnið í höfuðið á sér, og hét það það opinberlega undir hans stjórn í Zaír. – Krun 18. mars 2006 kl. 22:25 (UTC)
-
- Þetta kann svo að fara eftir pólitískri afstöðu og hvort litið er á Sese Seko sem þjóðhetju eða einræðisherra. Hann virðist t.d. hafa stutt Hútúmenn í Rúanda sem leiddi síðan til uppreisnarinnar gegn honum. Kannski Tútsímenn í Austur-Kongó vilji síður minnast hans með því að kalla vatnið eftir honum. Albertsvatn er svo auðvitað skýlaus minning um það hvernig Evrópubúar skírðu meginland Austur-Afríku í höfuðið á sjálfum sér... --Akigka 18. mars 2006 kl. 23:20 (UTC)