Arnarhóll
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Arnarhóll er hóll við austurenda Reykjavíkurhafnar í Reykjavíkinni og einnig samnefndur hverfahluti í Miðborg Reykjavíkur. Hverfahlutinn telst vera svæðið austan Lækjargötu/Kalkofnsvegar, norðan Laugavegs en vestan Frakkastígs.
Efst á Arnarhóli stendur stytta af landnámsmanni Reykjavíkur, Ingólfi Arnarsyni, eftir Einar Jónsson sem var afhjúpuð árið 1924. Norðan við hólinn er Seðlabanki Íslands og austan við hann, við Sölvhólsgötu standa ýmis ráðuneyti og Þjóðmenningarhúsið. Arnarhóll er vinsæll staður til að renna sér á sleða þegar snjór er.