Bæjarins bestu (hljómsveit)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bæjarins bestu er íslensk rapp-hljómsveit sem stofnuð var upp úr 2000 af þeim Daníel Ólafssyni (Deluxe) og Halldóri Halldórssyni (Dóra DNA). Seinna bættist rapparinn Kjartan Atli Kjartansson (Kamalflos, Kájoð) í hópinn.
[breyta] Saga
Þeir gáfu út diskinn Tónlist til að slást við sem seldist ágætlega. Frægasta lagið á disknum var Í Klúbbnum og var myndbandið við lagið mikið spilað. Einnig þótti titillag plötunnar vera afar gott. Báðir rapparar sveitarinnar hafa unnið rímnastríð og tvisvar sinnum mæst í úrslitum. Dóri DNA hefur unnið keppnina tvisvar en Kájoð einu sinni. Þeir þykja með betri frjálsrímurum Íslands.
Allir meðlimir Bæjarins Bestu hafa tekið þátt í Morfís og komst Halldór í úrslit með MH en Kjartan tók þátt fyrir hönd FG meðan Daníel tók þátt fyrir MS.