Böðvar Egilsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Böðvar Egilsson (d. um 961) var sonur Egils Skallagrímssonar og Ásgerðar konu hans sem lést ungur. Böðvari var lýst sem hinum efnilegasta manni, fríðum sýnum, miklum og sterkum. Hann drukknaði í Borgarfirði. Þegar Egill frétti það sótti hann lík Böðvars og reið með það til haugs föður síns sem hann lét opna og lagði Böðvar í hauginn. Lát Böðvars lagðist þungt á Egil, sem lagðist í þunglyndi og tók ekki að hressast á ný fyrr en hann hafði getað sagt frá tilfinningum sínum í kvæðinu Sonatorrek.