Bendir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Hér er fjallað um hugtak í tölvunarfræði. Einnig er til hljóðfærið bendir.
Bendar eru, í forritun, sérstakar breytur sem vísa í tiltekin minnishólf í tölvunni, frekar en að innihalda eitthvað tiltekið gildi sjálfar. Þegar aðgerð er gerð á bendi er í raun verið að gera aðgerð á minnishólfið sem bendirinn bendir á. Þó er það svo að bendirinn inniheldur raunverulega gildi - þ.e., raðtölu þess minnishólfs sem það bendir á.
Bendar eru til staðar með einum eða öðrum hætti í flestum forritunarmálum, svo C, C++, Pascal og FORTRAN. Notast verður við forritunarmálið C í dæmum í þessari grein.
[breyta] Dæmi
Fyrst skilgreinum við venjulega heiltölubreytu:
int breyta = 0;
Í C eru bendar táknaðar með "*" tákni framan við nafn breytunnar í skilgreiningunni:
int *pBreyta;
Svo gefum við bendinum gildi með því að láta hana vísa í minnishólf upphaflegu breytunnar. "&" táknið er einundaraðgerð (unary operator) sem skilar minnishólfi breytunnar sem á eftir henni fylgir.
pBreyta = &breyta;