Dulkóðun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dulkóðun er, í dulmálsfræði, það ferli að dylja upplýsingar þannig að þær séu ólæsilegar nema að lesandinn búi yfir sérstakri þekkingu. Þannig er dulkóðun samheiti yfir allar aðferðir til að breyta upplýsingum á þann hátt að illmögulegt sé að ná fram upprunalegu gögnunum nema vita ákveðið leyndarmál eða búa yfir ákveðnum lykil.
Dulkóðun á sér langa sögu og hefur framþróun hennar aðallega átt sér stað beint eða óbeint í tengslum við stríðsrekstur, og voru dulmál eingöngu notuð af þeim sem þurftu mikið á leynd sinni að halda. Fyrstu dulmálin voru einföld hliðrunardulmál sem byggjast á því að hverjum staf í texta er hliðrað um ákveðið bil í stafrófinu og verður textinn þar með óskiljanlegur. Auðvelt reyndist þó að brjóta þessi dulmál og hefur þróun dulmála leitt af sér mun þróaðri aðferðir til að fela upplýsingar. Frá og með sjöunda áratug 20. aldar hafa dulmál færst út notkun ríkisstjórna og leynifélaga yfir á einkanotendur. Þau eru notuð á hverjum degi og notfæra sér margir þá tækni án þess að gera sér grein fyrir því. Þannig eru tengingar heimabanka yfirleitt dulkóðaðar og öll GSM raddsamskipti eru dulkóðuð (þó ekki smáskilaboð). Einnig hafa önnur almennari samskipti sífellt farið að nýta sér dulkóðun, svo sem spjallforrit og tölvupóstur.
[breyta] Sjá einnig
- Dulmálsfræði
- Dulmál
- Afkóðun
- Hoffman kóðun