Eintrjáningur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eintrjáningur er árabátur sem smíðaður er með því að hola út trjábol. Þetta er elsta bátagerð sem fundist hefur, þeir elstu, frá steinöld, hafa fundist við fornleifauppgrefti í Þýskalandi. Eintrjáningar voru notaðir af indíánum í Norður- og Suður-Ameríku. Til að hola út trjástofninn var notast við eld, auk tækja. Til að auka stöðugleika eintrjáningsins fyrir lengri siglingar er sett á hann flotholt, einn eða fleiri minni drumbar festir með löngum trésköftum þannig að þeir liggja samsíða bátnum í vatninu.