Gerpla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gerpla er skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness gefin út árið 1952. Eiginlega er Gerpla skopstæling á fornsögunni Fóstbræðrasögu, sem rekur æviferil vinanna og fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds í upphafi elleftu aldar.