Gullna hindin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gullna hindin var enskt galíon, þekktust sem flaggskip Francis Drake sem hann sigldi á umhverfis jörðina 1577-1580. Upphaflega hét skipið Pelíkaninn, en Drake endurskírði það rétt áður en hann lagði inn í Magellansund, í höfuðið á Sir Christopher Hatton, sem hafði fjármagnað ferðina og sem hafði gullinn hjört í skjaldarmerki sínu.
Tvær eftirlíkingar eru af skipinu; ein í Southwark í London og önnur í hafnarbænum Brixham í Devonskíri.