Hástafadagurinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hástafadagurinn svokallaði er hátíðardagur sagður fundinn upp árið 2000 af Derek Arnold sem heldur því fram að þann 22. október hvert ár eigi heimsbyggðin aðeins að skrifa í hástöfum.
Raunveruleg saga dagsins er þó mun lengri en á Usenet og IRC hafa menn í áraraðir skrifað í hástöfum gefandi þá afsökun að það væri hástafadagur sem leiddi jafnvel til heilu samtalana eða póstþráðanna milli fólks sem tjáði sig aðeins í hástöfum.
Líklegt er að aldrei verði vitað hver byrjaði að kalla daga hástafadaga, en má vera að Derek hafi neglt niður þennan mánaðardag til að halda upp á hann.